Skilmálar

Afhending vöru og áhættuskipti

Afgreiðslutími pantana er allt að 3 virkir dagar. Sé vara ekki til á lager munum við hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar eða varan endurgreidd sé þess óskað, nema um forpöntun sé að ræða.

Allar pantanir eru sendar upp að dyrum eða á næsta pósthús með Íslandspósti. Kaupandi ber ábyrgð á að gefa upp rétt heimilisfang við pöntun. Vörur eru að jafnaði póstlagðar næsta virka dag eftir pöntun. Hægt er að sækja pantanir eftir samkomulagi í Háabarði 12-Bílskúr, 220 Hafnarfjörður.

Pöntun er einungis afgreidd þegar hún telst greidd. Snjallhornið ber ábyrgð á vöru þar til hún er afhent kaupanda eða flutningsaðila.

Vara telst afhent þegar viðskiptavinur/flutningsaðili hefur veitt henni viðtöku og tekur viðskiptavinur þá við áhættu af söluhlut. Þegar áhætta af hinni seldu vöru hefur flust yfir til kaupanda helst skylda hans til þess að greiða kaupverðið þótt varan kunni eftir það að farast, skemmast eða rýrna ef um er að ræða atvik sem ekki má rekja með beinum hætti til seljanda.

Skilafrestur

Kaupandi hefur 14 daga frá afhendingu til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með.

Greiðsla og sendingarkostnaður

Útkeyrsla á höfuðborgarsvæðinu 790kr.

Pakki heim að dyrum með Póstinum 1.390kr.

Sent á Pósthús og Póstbox 990kr.

Verð

Öll verð í vefverslun eru gefin upp með virðisaukaskatti (VSK) og þá mun sendingakostnaður bætist við áður en greiðsla fer fram. Snjallheimilið áskilur sér rétt til þess að breyta verði án fyrirvara og hætta við pantanir ef verð eða tilboðskóðar, sem við eiga, eru rangt skráðir í vefverslun.

Gölluð vara

Komi upp galli í vöru er viðskiptavinum boðnar viðeigandi úrbætur. Vinsamlegast sendið okkur tölvupóst á info@snjallhornid.is með upplýsingum um galla vörunnar. Tilkynningarfrestur kaupanda vegna galla í vöru er tvö ár. Að öðru leyti vísast til laga um neytendakaup nr. 48/2003.

Trúnaður og öryggi

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila, nema svo beri skylda til gagnvart lögum. Öll umferð um snjallhornid.is er dulkóðuð yfir örugga tengingu.

Fyrirvari

Öll ákvæði skilmálanna hér að ofan ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur milli aðila skal bera málið undir Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa. Dugir það ekki verður slíkur ágreiningur einungis leystur fyrir íslenskum dómstólum. Það skal gera í íslenskri lögsögu og í lögsagnarumdæmi seljanda.

Um pantanir sem eru sendar með Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Snjallhornið ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef að vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Snjallhornið til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.

Upplýsingar

www.snjallhornid.is
info@snjallhornid.is

Háabarði 12
220 Hafnarfjörður